ÍBV fær Sindra að láni

Sindri Björnsson í leik með Val.
Sindri Björnsson í leik með Val. mbl.is/Valgarður Gíslason

Knattspyrnumaðurinn Sindri Björnsson er kominn til ÍBV á lánssamningi. Sindri mun leika með ÍBV í nokkrar vikur áður en hann heldur til Bandaríkjanna í nám um miðjan ágúst. Fotbolti.net greindi frá.

Sindri æfði með ÍBV í dag, en hann hefur leikið einn deildarleik með Val á tímabilinu. Sindri er uppalinn Leiknismaður en hefur verið í herbúðum Vals síðan 2016. 

Miðjumaðurinn er búinn að leika yfir 100 leiki samtals í efstu deild og í 1. deild með Leikni og Val. ÍBV er í miklu basli á botni Pepsi Max-deildarinnar með aðeins fimm stig og á á hættu að dragast verulega aftur úr. 

mbl.is