Fjórði sigur Fylkis í röð

Fylkir og Stjarnan eigast við.
Fylkir og Stjarnan eigast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir vann sinn fjórða sigur í röð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta er liðið lagði Stjörnuna 3:1, á heimavelli í kvöld. Fylkir er með 19 stig í fimmta sæti en Stjarnan er í basli í sjöunda sæti með 13 stig, þremur stigum meira en Keflavík sem er í fallsæti. 

Fylkiskonur voru meira með boltann framan af og eftir að Ída Marín Hermannsdóttir skoraði eftir glæsilegan einleik á 23. mínútu náði Fylkis völdum á leiknum. Fylkir var nær því að bæta við en Stjarnan að jafna, en staðan var 1:0 í hálfleik. 

Fylkiskonur voru snöggar að bæta við marki í seinni hálfleik. Ída María fékk boltann á miðsvæðinu á 49. mínútu, óð upp völlinn og náði í víti eftir slaka tæklingu Önnu Maríu Baldursdóttur. Ída fór sjálf á punktinn og skoraði af öryggi.

Eftir markið hresstust Stjörnukonur, en illa gekk að skapa gott færi. Þær fengu nokkrar hornspyrnur sem lítið kom úr og Fylkir átti ekki í miklum vandræðum. Fylkir bætti svo við þriðja markinu á 76. mínútu. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þá með flottu skoti í teignum eftir fyrirgjöf Ídu Marínar. 

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði með skoti í stöngina og inn úr teignum í uppbótartíma, en Fylkiskonur sigldu verðskulduðum sigri í höfn. 

Fylkir 3:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Marija Radojicic (Fylkir) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert