Hvort verður Fylkir í efri eða neðri hlutanum?

Fylkismenn á góðri stundu eftir annað af tveimur mörkum sínum …
Fylkismenn á góðri stundu eftir annað af tveimur mörkum sínum gegn Grindavík í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er auðvelt að átta sig á því hver örlög Fylkis verða þegar Pepsí Max-deild karla í knattspyrnu lýkur í haust. Liðið er með 50% árangur eftir sextán umferðir. Eftir 2:1 sigur gegn Grindavík í gær hefur liðið unnið sex leiki, tapað sex og gert fjögur jafntefli.

Liðið þokaðist frá fallsvæðinu því Grindavík er í næstneðsta sæti með 17 stig. Er Fylkir því fimm stigum fyrir ofan fallsæti en aðeins þremur frá 3. sætinu sem FH er komið í eins og frægt er orðið. Segir þetta auðvitað mikið um það hvernig deildin hefur spilast. KR og ÍBV skera sig úr í efsta og neðsta sæti en að öðru leyti er lítill munur á liðunum.

Einungis var um fimmta tap Grindvíkinga að ræða en þeir hafa hins vegar aðeins unnið þrjá leiki og mörkin eru ekki nema þrettán í leikjunum sextán. Þar sem liðið hefur verið bitlítið í sókninni í sumar þá er agalegt fyrir það að lenda 2:0 undir eftir korter líkt og gerðist gegn Fylki í gær.

Nánar er fjallað um leik Fylkis og Grindavíkur á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert