„Miklu ánægðari með þetta afrek“

Pétur Pétursson fær hefðbundna meðferð hjá leikmönnum sínum þegar sigurinn …
Pétur Pétursson fær hefðbundna meðferð hjá leikmönnum sínum þegar sigurinn var í höfn. mbl.is/Hari

Pétur Pétursson stýrði Val til sigurs á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í sumar og hefur þá bæði gert karla- og kvennalið að meisturum á sínum þjálfaraferli. Hann sagði það veita sér miklu meiri ánægju að vinna sem þjálfari kvennaliðs. 

„Þetta er miklu skemmtilegra. Mér finnst þetta miklu meira afrek en þegar ég vann síðast. Maður kemur inn í umhverfi sem maður þekkti ekki og ég er miklu ánægðari með þetta en að hafa unnið með karlaliðinu. Það eru nítján ár síðan ég vann Íslandsmótið síðast og ég er því rosalega ánægður,“ sagði Pétur þegar mbl.is bar þetta undir hann á Hlíðarenda í dag en Pétur stýrði karlaliði KR til sigurs á Íslandsmótinu árið 2000. 

„Fyrsta sem kemur upp í hugann núna er þakklæti fyrir að fá að vinna með þessu liði, þeim þjálfurum sem ég er með og öllum sem eru í kringum liðið hjá Val. Þetta hefur verið frábært ár. Ég held að það sé frábær árangur að fara í gegnum deildina án taps en er einnig mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Við spiluðum sóknarbolta en fengum fá mörk á okkur þótt þau hafi orðið tvö í dag,“ sagði Pétur ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert