„Vel hugsað um okkur“

Sveindís Jane Jónsdóttir með bikarinn frá Morgunblaðinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir með bikarinn frá Morgunblaðinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var kannski svolítið skrýtið tímabil og eiginlega súrsætt. Mér gekk sjálfri ágætlega og er nokkuð sátt við mína frammistöðu en liðinu gekk ekki nógu vel og það var leiðinlegt að falla úr deildinni.“

Þetta  segir hin átján ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu og besti leikmaður úrvalsdeildarinnar 2019, samkvæmt M-einkunnagjöf Morgunblaðsins, sem var kynnt ítarlega í síðasta þriðjudagsblaði.

Sveindís kvaðst hafa fylgst lauslega með stöðunni í einkunnagjöfinni í sumar. „Ég fékk alltaf að heyra frá fólkinu í kringum mig ef ég fékk M og það var alltaf gaman, og vissi að staðan var góð hjá mér undir lokin,“ sagði Sveindís við Morgunblaðið.

Hún tók við veglegum bikar frá blaðinu eftir æfingu U19 ára landsliðs Íslands í vikunni en liðið býr sig undir undanriðil Evrópumótsins sem að þessu sinni er spilaður hér á landi og Sveindís bíður spennt eftir því. Íslenska liðið mætir Grikklandi í fyrsta leik á Víkingsvellinum á miðvikudaginn kemur og síðan Kasakstan og Spáni 5. og 8. október. Tvö efstu liðin fara áfram í milliriðil.

Sjá viðtalið við Sveindísi Jane í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert