Atli Sveinn og Ólafur ráðnir þjálfarar Fylkis

Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason handsala ...
Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason handsala samninginn við Fylki í dag. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru nú í hádeginu kynntir til leiks sem nýir þjálfarar karlaliðs Fylkis í knattspyrnu.

Þeir taka við þjálfun Árbæjarliðsins af Helga Sigurðssyni, sem stýrði Fylkisliðinu í þrjú ár en hann var á dögunum ráðinn þjálfari ÍBV.

Atli er 39 ára gam­all en hann lagði skóna á hill­una árið 2015. Hann lék 308 deild­ar­leiki á Íslandi og í Svíþjóð en hann á að baki far­sæl­an fer­il með KA, Örgryte og Val þar sem hann varð Íslands­meist­ari árið 2007. Atli Sveinn þjálfaði 3. deild­arlið Dal­vík­ur/​Reyn­is árið 2016, var síðan með 2. flokk KA og hef­ur tvö und­an­far­in ár verið yfirþjálf­ari yngri flokka hjá Stjörn­unni.

Ólafur var aðstoðarmaður Helga öll þrjú árin sem hann var við stjórnvölinn en Ólafur er uppalinn Fylkismaður sem lék með liðinu í mörg ár. Hann lék um tíma með Val og þá á hann 9 leiki að baki með A-landsliðinu.

Ólafur Ingi Skúlason verður aðstoðarmaður þeirra Atla og Ólafs en Ólafur mun spila áfram með liðinu. Hann sneri aftur í Árbæinn í fyrra eftir að hafa spilað sem atvinnumaður frá árinu 2005 á Englandi, Svíþjóð, Danmörku, Belgíu og Tyrklandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna í fyrra en Ólafur lék 36 landsleiki.

Samningar þeirra Atla Sveins og Ólafanna gilda til tveggja ára.

mbl.is