Arna til liðs við systur sínar hjá Val

Arna Eiríksdóttir (4) fagnar marki í leik með U19-landsliðinu fyrr …
Arna Eiríksdóttir (4) fagnar marki í leik með U19-landsliðinu fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Eggert

Varnarmaðurinn efnilegi Arna Eiríksdóttir er gengin til liðs við Val frá HK/Víkingi og skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana sem gildir til næstu fjögurra ára.

Hjá Val hittir Arna fyrir systur sínar, Hlín og Málfríði Önnu. Hlín, sem er A-landsliðskona, var algjör lykilmaður hjá Val í sumar og skoraði 16 mörk í 18 leikjum. Guðrún Sæmundsdóttir móðir þeirra er fyrrverandi leikmaður Vals og lék 168 leiki í efstu deild fyrir félagið, og skoraði 68 mörk.

Arna hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið tvö tímabil í efstu deild með HK/Víkingi. Hún lék í vörn U19-landsliðsins sem vann sér sæti í milliriðlum EM fyrr í þessum mánuði.

mbl.is