Selfyssingurinn kallaður í landsliðið

Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið.
Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem er á leið til Bandaríkjanna í æfingaferð. Íslenska liðið mætir Kanada og El Salvador í vináttulandsleikjum dagana 15. og 19. janúar.

Selfyssingurinn kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Samúel Kára Friðjónsson sem verður ekki með liðinu í leikjunum tveimur. Viðar Örn á að baki 24 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

mbl.is