Íslenska úrvalsdeildin ekki hátt skrifuð

Garðbæingar hafa gert góða hluti í Evrópukeppnum á undanförnum árum.
Garðbæingar hafa gert góða hluti í Evrópukeppnum á undanförnum árum. mbl.i/sÁrni Sæberg

Íslenska úrvalsdeildin í knattspyrnu, Pepsi Max-deildin, er í 46. sæti á lista UEFA yfir sterkustu deildir Evrópu. Deildunum er raðað niður í sæti eftir árangri í Evrópukeppnum frá árinu 2015 en alls eru deildir frá 55 löndum á listanum.

Ísland er meðal annars á eftir löndum á borð við Möltu, Georgíu, Finnland, Moldóvu og Lettland. Á listanum er Stjarnan nefnd sem það íslenska lið sem hefur náð bestum árangri í Evrópukeppnum frá árinu 2015.

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Spánn, England, Þýskaland, Ítalía og Frakkland skipa efstu fimm sæti listans en Spánn er í efsta sætinu og England í því öðru.

mbl.is