Tilbúinn í stórt hlutverk

Óttar Magnús Karlsson í leiknum við FH í gærkvöld.
Óttar Magnús Karlsson í leiknum við FH í gærkvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Víkingar sýndu og sönnuðu í gærkvöld að þeir hafa burði til að taka þátt í baráttunni í efri hluta úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili þegar þeir gjörsigruðu FH-inga 4:1 í Fossvoginum.

Óttar Magnús Karlsson sýndi líka og sannaði að hann er tilbúinn til að fara fyrir Víkingum í þeirri baráttu en hann skoraði þrennu í leiknum, tvö glæsimörk með skalla og skoti, og eitt með ótrúlega nákvæmri aukaspyrnu, nánast frá endalínu, í tómt mark FH-inga.

*Óttar Magnús hefur með þrennunni nú gert 16 mörk í 31 leik fyrir Víking í efstu deild. Hann er þegar kominn í 9. sætið yfir markahæstu Víkingana í deildinni og fór í gærkvöld uppfyrir þá Bjarna Guðnason, prófessor og fyrrverandi alþingismann, og Trausta Ómarsson sem skoruðu báðir 15 mörk fyrir Víking í deildinni á sínum tíma og deila nú 10. sætinu á markalista þeirra.

*Þetta var jafnframt önnur þrenna Óttars í deildinni en hann skoraði þrjú mörk í 3:1 sigri á Breiðabliki árið 2016. Hann og Björgólfur Takefusa (2011) eru einu Víkingarnir sem hafa skorað þrennu í deildinni frá árinu 1992.

Greinina í heild um leikina þrjá í deildinni í gærkvöld ásamt einkunnagjöf leikmanna og dómara er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert