Gary Martin sá um Ólafsvíkinga

Gary Martin og Kristófer Reyes í baráttunni í Vestamannaeyjum í …
Gary Martin og Kristófer Reyes í baráttunni í Vestamannaeyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Lengjudeild karla í fótbolta. Eyjamenn höfðu betur gegn Víkingi Ólafsvík á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld, 2:0. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Gary Martin, markakóngur Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, ÍBV yfir á 49. mínútu. Enski framherjinn var aftur á ferðinni á 83. mínútu og gulltryggði hann sigur ÍBV. 

ÍBV hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa, eins og Þór Akureyri. Hefur Gary Martin skorað níu mörk í fimm leikjum í sumar, sex af þeim í tveimur bikarleikjum og þrjú í deildinni. Víkingur Ólafsvík er með þrjú stig.  

mbl.is