Kanadískur landsliðsmarkvörður í íslensku deildina?

Erin McLeod eftir landsleik með Kanada.
Erin McLeod eftir landsleik með Kanada. AFP

Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod er stödd hér á landi, en hún er leikmaður Orlando Pride í Bandaríkjunum. McLeod hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir Kanada og er því gríðarlega reynslumikil. 

Hefur hún m.a. leikið á þremur heimsmeistaramótum og tvennum Ólympíuleikum. Óvissa er með framhald tímabilsins í Bandaríkjunum þar sem kórónuveiran hefur verið afar skæð, en Orlando hefur enn ekki leikið á þessu tímabili. 

Að sögn miðilsins Orlando Sentinel kemur til greina fyrir McLeod að semja við félag hér á landi á lánssamningi út tímabilið. Kom hún hingað til lands með landsliðskonunni og kærustu sinni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, sem er í svipaðri stöðu hjá Utah Royals í Bandaríkjunum. 

Hefur Gunnhildur m.a. verið orðuð við Stjörnuna og Val, en Gunnhildur lék með Stjörnunni áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. Gunnhildur hefur leikið 71 landsleik og skorað í þeim tíu mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert