Úr Harvard-háskólanum í Stjörnuna

Angela Caloia í leik með Harvard.
Angela Caloia í leik með Harvard. Ljósmynd/Harvard Athletics

Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur gert samning við hina bandarísku Angela Caloia. Caloia er 19 ára framherji sem er einnig með ítalskt ríkisfang. 

Caloia hefur leikið með knattspyrnuliði Harvard-háskólans virta og þá hefur hún einnig leikið með U19 ára landsliði Ítalíu, alls þrjá leiki í undankeppni EM á síðasta ári. 

Stjarnan er í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig eftir átta leiki. Caloia gæti leikið sinn fyrsta leik er liðið fær Þór/KA í heimsókn næstkomandi sunnudag. 

mbl.is