Keflavík aftur í úrvalsdeildina

Keflvíkingar leika á ný í efstu deild að ári.
Keflvíkingar leika á ný í efstu deild að ári. mbl.is/Hari

Keflvíkingar endurheimtu sætið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag án þess að spila þegar Tindastóll tók á móti Haukum á Sauðárkróki.

Tindastóll vann leikinn 3:0 og þar með eiga Haukar ekki lengur möguleika á að ná Keflvíkingum að stigum í öðru sætinu. Tindastóll er með 43 stig, Keflavík 36 og Haukar 29 stig þegar Keflvíkingar eiga þrjá leiki eftir en hin liðin tvo leiki hvort.

Tindastóll var þegar kominn upp og nægir að vinna annaðhvort ÍA eða Völsung í lokaleikjunum til að enda sem meistarar í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert