Ákvörðun stjórnar að ég myndi hætta strax

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (t.v) og Jakob Leó Bjarnason (t.h) við …
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (t.v) og Jakob Leó Bjarnason (t.h) við undirskrift nýs samnings í október á síðasta ári. Ljósmynd/Haukar

Jakob Leó Bjarnason hefur látið af störfum sem þjálfari Hauka í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Haukar sendu frá sér á mánudaginn síðasta.

Jakob Leó tók við þjálfun Hauka í september árið 2017 en liðinu hefur ekki tekist að vinna sér inn sæti í efstu deild á þeim þremur tímabilum sem Jakob hefur stýrt liðinu.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun milli knattspyrnudeildar Hauka og mín,“ sagði Jakob Leó í samtali við Valtý Björn Valtýsson á Sport FM.

„Ég tók þá ákvörðun í samráði við mína fjölskyldu að ég myndi láta af störfum ef mér myndi ekki takast að koma liðinu upp um deild í sumar.  Stjórnin var á sama meiði og því ákváðum við að slíta samstarfinu.

Auðvitað hefði hefði ég viljað klára tímabilið og ég bauðst til að gera það. Ég fæ hins vegar skilaboð síðar um kvöldið að stjórnin hafi tekið þá ákvörðun að ég myndi hætta strax,“ sagði Jakob Leó meðal annars.

mbl.is