Hættur með Hauka eftir þriggja ára starf

Haukakonur í leik gegn Fjölni í sumar.
Haukakonur í leik gegn Fjölni í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jakob Leó Bjarnason er hættur störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Haukum en hann er að ljúka sínu þriðja tímabili með liðið.

Haukar eru í þriðja sæti 1. deildar kvenna, Lengjudeildarinnar, og eiga tvo leiki eftir en eftir ósigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki á þriðjudag var ljóst að liðið ætti ekki lengur von um að komast upp í úrvalsdeildina.

Í tilkynningu frá Haukum segir að samkomulag þess efnis að Jakob hætti með liðið hafi verið gert og hafi hann lokið störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert