Einvígi langefstu liðanna

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Lina Hurtig eigast við á Laugardalsvelli …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Lina Hurtig eigast við á Laugardalsvelli í leik Íslands og Svíþjóðar hinn 22. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikur Svíþjóðar og Íslands sem hefst á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg klukkan 17.30 er sannkallað úrslitaeinvígi tveggja bestu liðanna í F-riðli undankeppni EM kvenna í knattspyrnu.

Bæði lið hafa unnið alla sína leiki að undanskildu jafnteflinu þeirra á milli á Laugardalsvellinum, 1:1, fyrir fimm vikum. Svíar eru með 16 stig og eiga eftir útileik gegn Slóvakíu, auk leiksins í dag.

Íslendingar eru með 13 stig og eiga eftir útileiki gegn Slóvakíu og Ungverjalandi, en þessir leikir fara allir fram dagana 26. nóvember til 1. desember. Slóvakía er með 7 stig, á þrjá leiki eftir og mætir Lettlandi í dag og á því enn möguleika á öðru sæti riðilsins.

Sigurlið riðilsins fer beint á EM sem haldið verður á Englandi sumarið 2022. Níu lið fara þannig beint í lokakeppnina. Þrjú lið sem enda í öðru sæti fara auk þess beint á EM þannig að innbyrðis leikir toppliðanna skipta gríðarlega miklu máli. Hin sex liðin sem verða í öðru sæti riðlanna fara síðan í umspil um þrjú síðustu sætin í lokakeppninni.

Alls fara 17 leikir í undankeppninni fram í dag og að þeim loknum verður því komin skýrari staða í öllum níu undanriðlunum og hvað verður í húfi í lokaleikjunum í lok nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert