Misráðin ákvörðun

Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla
Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla mbl.is/Þorsteinn

Íslandsmótinu í fótbolta er lokið þetta árið. Síðustu leikirnir voru spilaðir dagana 4. til 6. október en það vissum við þó ekki fyrir víst fyrr en klukkan sex í gær þegar KSÍ gjörði niðurstöðu sína heyrinkunnuga.

Stjórn KSÍ var vandi á höndum. Margir vildu ljúka mótinu á eðlilegan hátt. Margir vildu láta gott heita. Hjá mörgum fór þetta eftir stöðu þeirra liða. En eftir tíðindi gærdagsins var erfitt fyrir KSÍ að halda því til streitu að ljúka mótinu og spila alla leiki. Óvissan var einfaldlega of mikil. Í dag veit enginn hvort hægt væri að halda áfram keppni eftir 17. nóvember.

Eins og ég hef áður komið inn á, þá tel ég þó að ákvörðunin um að krýna enga bikarmeistara 2020 sé misráðin. Hjá körlum og konum eru aðeins fjögur lið eftir í undanúrslitum. Samtals sex leikir, sem engin þörf var á að blása af strax. Undanúrslit og úrslitaleiki hefði mátt leika síðar í vetur. Hugsanlega með áhorfendum!

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert