„Eins og leikur á móti Íslandi 1975“

Jack Grealish fellur við eftir návígi við Sverri Inga Ingason …
Jack Grealish fellur við eftir návígi við Sverri Inga Ingason í gær. AFP

Barney Runay, blaðamaður The Guardian, virðist ekki hafa verið sérstaklega heillaður af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu á Wembley í gær ef marka má umfjöllun hans um leik Englands og Íslands fyrir blaðið. 

Hann segir reyndar að tekið hafi tíma fyrir enska liðið að höggva á bláan hnút á vellinum en England vann 4:0 þegar uppi var staðið. 

Runay segir að tími Eriks Hamrén með íslenska liðið hafi verið misheppnaður og rökstyður það með þeirri staðreynd að liðið hafi tapað sex af síðustu sjö leikjum. Hann láti nú af störfum. Í framhaldinu skrifar Runay: „Þeir í bláu treyjunum hlupu ákaft en hlaupin voru stefnulaus. Þeir köstuðu sér í tæklingar. Stundum leit þetta út eins og leikur á móti Íslandi árið 1975.“

Runay bendir einnig á að í fyrri hálfleik hafi Englendingar verið með boltann 82% og þá hafi Íslendingum tekist að senda boltann á milli 32 sinnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert