Framarar styrkja sig

Indriði Áki Þorláksson leikur með Frömurum í 1. deildinni á …
Indriði Áki Þorláksson leikur með Frömurum í 1. deildinni á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/Fram

Indriði Áki Þorláksson er genginn til liðs við knattspyrnulið Fram en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins.

Leikmaðurinn kemur til félagsins frá Víkingi úr Ólafsvík þar sem hann lék síðasta sumar.

Hjá Fram hittir hann fyrir tvíburabróður sinn Alexander en Indriði þekkir ágætlega til í Safamýrinni eftir að hafa leikið með liðinu frá 2015 til ársins 2017.

Hann á að baki 33 leiki í efstu deild með Val þar sem hann hefur skorað átta mörk en hann hefur einnig leikið með Leikni í Reykjavík, Keflavík, Haukum og Kára á ferlinum.

Þá framlengdu þeir Hlynur Atli Magnússon, Kyle McLagan og Jökull Steinn Ólafsson allir samninga sína við félagið við sama tilefni.

Framarar voru í þriðja sæti 1. deildarinnar, Lengjudeildarinnar, þegar hætt var keppni á Íslandsmótinu á dögunum, og sátu því eftir með sárt ennið í 1. deldinni á meðan Keflavík og Leiknir úr Reykjavík fóru upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert