KR og Fram áfrýja

Björgvin Stefánsson, framherji KR, og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, á …
Björgvin Stefánsson, framherji KR, og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, á góðri stundu. mbl.is/Hari

Fram og KR ætla bæði að áfrýja úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ til áfrýjunardómstóls KSÍ en það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Bæði félög kærðu ákvörðun stjórnar KSÍ um að hætta keppni á Íslandsmótinu 2020 til áfrýjunar- og úrskurðarnefndar sambandsins og vildu að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fyrst var kærunni vísað frá en hún var svo tekin fyrir þar sem henni var hafnað.

KR var í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið var blásið af og missti þar af leiðandi af Evrópusæti.

„Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ sagði Páll í samtali við Vísi.is.

Framarar voru í þriðja sæti 1. deildarinnar með jafn mörg stig og Leiknir í Reykjavík en Leiknismenn fóru upp í efstu deild á kostnað Framara.

„Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur í samtali við Vísi.is þegar hann var spurður út í það hvort Framarar myndu áfrýja úrskurðinum.

„Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð,“ bætti Ásgrímur við.

Framarar voru í þriðja sæti 1. deildarinnar þegar mótið var …
Framarar voru í þriðja sæti 1. deildarinnar þegar mótið var blásið af. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is