Sævar sagður á leið til Danmerkur

Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, fer til Danmerkur á morgun í þeim tilgangi að gangast undir læknisskoðun hjá danska b-deildarliðinu Lyngby. 

Netmiðillinn Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld en Freyr Alexandersson er nýlega tekinn við stjórnartaumunum hjá Lyngby. Þar er einnig íslenski markvörðurinn Frederik Schram. 

Fótbolti.net telur að Lyngby sé að öllu óbreyttu að ganga frá kaupum á Sævari Atla frá Leikni og að viðræður á milli félaganna hafi staðið yfir að undanförnu. 

Gangi það eftir missir Leiknir stóran spón úr aski sínum því Sævar Atli hefur verið einn marksæknasti sóknarmaður Pepsí Max deildarinnar í sumar. 

mbl.is