Stjórn KSÍ íhugar að stíga til hliðar

Stjórn KSÍ fundar síðar í dag um framtíð stjórnarinnar.
Stjórn KSÍ fundar síðar í dag um framtíð stjórnarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, mun funda í dag klukkan 17 um næstu skref stjórnar. Þetta staðfesti Borgildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, í samtali við mbl.is í dag.

Á fundinum verður framtíð stjórnarinnar rædd, en Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lét af störfum í gær.

KSÍ hef­ur legið und­ir mik­illi gagn­rýni und­an­farna daga fyr­ir þögg­un og meðvirkni með gerend­um inn­an sam­bands­ins.

Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í efstu tveimur deildum Íslands, sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau skoruðu á bæði stjórn sem og framkvæmdastjóra KSÍ að segja af sér.

„Það er fundur hjá okkur í dag þar sem farið verður yfir þessa yfirlýsingu frá ÍTF sem birtist í dag,“ sagði Borghildur í samtali við mbl.is.

Hafið þið tekið ákvörðun um að stíga til hliðar?

„Það hefur ekki verið tekið nein ákvörðun um framhaldið, en eitt af því sem við munum ræða jú, er það hvort stjórnin muni stíga til hliðar í ljósi atburða síðustu daga,“ sagði Borghildur í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert