Lét kappið bera fegurðina ofurliði

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR.
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leik KR og Víkings í úrvalsdeild karla á Meistaravöllum í Vesturbæ í gær.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Víkinga en í uppbótartíma síðari hálfleiks sauð allt upp úr á vellinum þegar leikmönnum lenti saman í vítateig Víkinga.

Kjartan Henry fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kýla Þórð Ingason, varamarkvörð Víkinga, og verður framherjinn því í banni í lokaumferðinni þar sem KR mætir Stjörnunni í Garðabæ um næstu helgi.

Lét kappið bera fegurðina ofurliði í gær, ásamt fleirum,“ sagði Kjartan í tilkynningu sem hann birti á Twitter.

„Ekki í lagi og biðst aftur afsökunar á því. Mikill hiti og mikið undir. Víkingar frábærir og óska þeim aftur alls hins besta,“ bætti Kjartan við.

mbl.is