Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur boðað til blaðamannafundur í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardalnum klukkan 13:15.
Á fundinum mun Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlaliðsins, tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 sem fram fara í október á Laugardalsvelli.
Mbl.is er í Laugardalnum og færir ykkur allt það helsta frá fundinum í beinni textalýsingu.