Breiðablik skoraði sex í Mosfellsbæ

Melina Ayres hjá Breiðabliki í baráttunni við leikmenn Aftureldingar í …
Melina Ayres hjá Breiðabliki í baráttunni við leikmenn Aftureldingar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vann sinn fjórða sigur á leiktíðinni í Bestu deild kvenna í fótbolta er liðið heimsótti nýliða Aftureldingar í Mosfellsbæinn í kvöld og fögnuðu 5:1-sigri. Breiðablik er nú með tólf stig en Afturelding er enn þá aðeins með þrjú.

Breiðablik byrjaði af krafti og sótti mikið fyrstu mínúturnar. Það skilaði sér með fyrsta marki leiksins á 8. mínútu en það gerði Taylor Ziemer með föstu skoti úr teignum eftir fallega sendingu frá Birtu Georgsdóttur.  

Birta sá sjálf um að gera annað markið á 22. mínútu þegar hún kláraði af stuttu færi í teignum eftir sendingu frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttir. Breiðablik var með töluverða yfirburði allan hálfleikinn en þrátt fyrir það urðu mörkin ekki fleiri og var staðan í leikhléi 2:0.

Afturelding minnkaði muninn í 2:1 á 55. mínútu þegar Hildur Karítas Gunnarsdóttir skallaði í netið af stuttu færi eftir klaufagang hjá Heiðdísi Lillýjardóttur í vörn Breiðabliks. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Natasha Anasi Breiðabliki hinsvegar aftur tveimur mörkum yfir með skalla úr teignum eftir aukaspyrnu frá Áslaugu.

Anna Petryk bætti við fjórða marki Breiðabliks á 68. mínútu með afgreiðslu af stuttu færi eftir sendingu frá Birtu Georgsdóttur. Áslaug Munda lagði síðan upp sitt þriðja mark á 72. mínútu þegar hún sendi hornspyrnu beint á kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur sem bætti við fimmta markinu.

Varamaðurinn Clara Sigurðardóttir skoraði sjötta markið tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Birta nældi í sína þriðju stoðsendingu. Hún sendi þá fyrir markið á Clöru sem skoraði af stuttu færi og þar við sat. 

Afturelding 1:6 Breiðablik opna loka
90. mín. Sólveig J. Larsen (Afturelding) fær rautt spjald Eitthvað ósátt og lætur dómarann heyra það og fær sitt annað gula spjald. Jahérna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert