Jafnt í botnslagnum í Vesturbæ

Frá leiknum í Vesturbæ í kvöld.
Frá leiknum í Vesturbæ í kvöld. mbl.is/Hákon

KV og Þróttur úr Vogum skildu jöfn, 1:1, í botnslag 1. deildar karla í fótbolta, Lengjudeildinni, í kvöld.

Alexander Helgason kom Þrótti yfir á 42. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Gestirnir úr Vogunum náðu hinsvegar ekki að ná í sinn fyrsta sigur í sumar því Einar Már Þórisson jafnaði úr víti á 80. mínútu og þar við sat.

KV tókst ekki að skora sigurmark, þótt Rafal Stefán Daníelsson í marki Þróttar hafi fengið rautt spjald er vítaspyrnan var dæmd.

Þróttur er enn á botninum með tvö stig og KV í ellefta og næstneðsta sæti með fjögur stig.  

mbl.is