Gleðifréttir fyrir meistarana

Þórður Ingason verður hjá Víkingi næstu tvö ár.
Þórður Ingason verður hjá Víkingi næstu tvö ár. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumarkvörðurinn Þórður Ingason framlengdi í dag samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík til ársins 2024.

Þórður, sem er 34 ára markvörður, kom til Víkings frá Fjölni árið 2019. Var hann aðalmarkvörður Víkings þegar liðið varð bikarmeistari 2019.

Ingvar Jónsson gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil, en þrátt fyrir það var Þórður áfram fyrsti kostur framan af tímabilinu. Ingvar tók við keflinu seinni hluta tímabilsins og hefur Þórður þurft að sætta sig við sæti á bekknum síðan.

„Það eru gleðifréttir að Þórður skrifi undir áframhaldandi samning við okkar í Víking. Við erum gríðarlega ánægð með að halda einum af bestu markvörðum efstu deildar í röðum okkar," er haft eftir Kára Árnasyni yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert