Náði ekki öllum mínum markmiðum

Olga Sevcova á lfeygiferð í leik með ÍBV gegn Þór/KA …
Olga Sevcova á lfeygiferð í leik með ÍBV gegn Þór/KA í síðasta mánuði. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Takk, ég er mjög ánægð,“ voru fyrstu viðbrögð Olgu Sevcovu, lettnesku landsliðskonunnar hjá ÍBV, þegar henni var tjáð að hún væri besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta 2022 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Eins og fram kemur hér í opnunni fékk Olga samtals 17 M í átján leikjum ÍBV í deildinni og fékk tveimur M-um meira en næsti leikmaður.

„Það gekk margt upp á þessu tímabili en á sama tíma náði ég ekki öllum mínum persónulegu markmiðum. Ég er samt sátt við meira en ég er ósátt við, en það er alltaf hægt að gera betur,“ sagði Olga í samtali við Morgunblaðið.

ÍBV hafnaði í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig. Liðið lenti í sjöunda sæti á síðasta ári og fékk þá 22 stig. Þrátt fyrir betra tímabil, var Olga ekki sátt með leiktíð Eyjakvenna.

Viðtalið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert