Baldur Logi í Stjörnuna

Baldur Logi Guðlaugsson í Stjörnutreyjunni.
Baldur Logi Guðlaugsson í Stjörnutreyjunni. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnumaðurinn Baldur Logi Guðlaugsson er genginn til liðs við Stjörnuna frá uppeldisfélagi sínu FH.

Baldur Logi, sem er 21 árs gamall, er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað allar stöður fremst á vellinum.

„Ég er einstaklega glaður með að vera kominn í Stjörnuna, verkefnið sem blasir við er mjög spennandi og á sama tíma krefjandi. Ég er spenntur fyrir því að byrja og fyrir komandi sumri í Garðabænum,“ sagði hann í tilkynningu frá knattspyrnudeild Stjörnunnar.

Baldur Logi á að baki 55 leiki í efstu deild fyrir FH, þar sem hann skoraði fjögur mörk.

„Við erum virkilega ánægðir með komu Baldurs Loga. Hann fellur vel inn í hópinn og það sem við erum að gera og styrkir okkur í stöðum þar sem við höfum verið þunnir.

Við erum spenntir að vinna með honum og ná honum á fullt í Stjörnu treyjunni”, sagði Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í tilkynningunni.

Baldur Logi var ekki inn í myndinni hjá FH og var því frjálst að finna sér nýtt lið. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er en Stjarnan festir kaup á leikmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert