Fjögurra marka jafntefli á Hlíðarenda

Orri Sigurður Ómarsson jafnar metin.
Orri Sigurður Ómarsson jafnar metin. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur og FH skildu jöfn, 2:2, í stórleik 8. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. 

Valur er í þriðja sæti með 15 stig en FH er í fjórða sæti með 13 stig. 

FH-ingar fengu heilmikið af færum í fyrri hálfleik. Sigurður Bjartur Hallsson komst margoft í góðar skotstöður en fór illa að ráði sínu. 

Björn Daníel Sverrisson kom FH yfir á 29. mínútu leiksins með skallamarki eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar, 1:0. 

Valur jafnaði metin undir blálok fyrri hálfleiksins. Orri Sigurður Ómarsson skoraði þá eftir að boltinn féll fyrir hann í teignum eftir hornspyrnu, 1:1. 

Jónatan Ingi Jónsson kom Val yfir með glæsimarki á 63. mínútu. Þá fékk hann boltann frá Birki Má Sævarssyni og keyrði að teig Valsmanna frá miðju. Vippaði hann síðan boltanum yfir Sindra Kristinn Ólafsson markvörð FH, 2:1. 

Úlfur Ágúst Björnsson jafnaði metin fyrr FH á 75. mínútu. Þá fékk hann boltann eftir glæstan undirbúning Sigurðs Bjarts og smellti honum í netið, 2:2. 

Valur fær Stjörnuna í heimsókn í næsta leik en FH fær Fram í heimsókn. 

Valur 2:2 FH opna loka
90. mín. Ísak Óli Ólafsson (FH) fær gult spjald +3 Fyrir hendi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert