Alltaf hrædd við stórtæk kynslóðaskipti

Aron Pálmarsson brýst í gegnum vörn Serba í leiknum í …
Aron Pálmarsson brýst í gegnum vörn Serba í leiknum í Split í gær. Ljósmynd/Uros Hocevar

„Það eru tapaðir boltar sem fara með þennan leik og við köstum eiginlega bara í hendurnar á þeim. Það fer með leikinn,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, þrautreynd landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, um tap Íslands gegn Serbíu á EM í Króatíu.

„Það er allt undir í svona leik og ef þú gerir smámistök þá er þér bara refsað. Það verður að halda vel á spöðunum og gera sem fæst mistök,“ sagði Hanna Guðrún, en hvað vill hún sjá að taki við hjá liðinu?

„Ég er á því að það megi ekki verða of mikil kynslóðaskipti í einu heldur eigi að gera það bara jafnóðum. Það er hætt við að farið sé á byrjunarreit ef gerðar eru of miklar breytingar í einu. Mér finnst þetta landslið samt bara flott, fullt af flottum einstaklingum. Liðið sem er núna þarf bara að öðlast reynslu með öllum reynsluboltunum sem eru fyrir.“

Sjá allt um EM í handbolta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert