Ólafur og Guðjón markahæstir

Ólafur Guðmundsson skoraði 14 mörk á EM.
Ólafur Guðmundsson skoraði 14 mörk á EM. Ljósmynd/EHF

Ólafur Andrés Guðmundsson og fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu flest mörkin fyrir íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Króatíu en Íslendingar luku keppni á mótinu í gærkvöld.

Ólafur og Guðjón Valur skoruðu 14 mörk hvor og næstir komu Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson sem hvor um sig skoruðu 12 mörk á mótinu. Norski hornamaðurinn Kristian Bjornsen er markahæstur á EM með 21 mark.

Aron átti flestar stoðsendingarnar í íslenska liðinu eða 12 en Norðmaðurinn Sander Sagosen er efstur á þeim lista með 22. Aron var sá leikmaður í íslenska liðinu sem tapaði flestum boltanum eða 16 talsins og hann trónir efstur á þeim lista af öllum leikmönnunum á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert