Spánverjar tryggðu sér sæti á HM

Raul Entrerrios hampar skildinum fallega sem Spánverjar fengu fyrir sigurinn …
Raul Entrerrios hampar skildinum fallega sem Spánverjar fengu fyrir sigurinn á Evrópumótinu. AFP

Með sigri sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu í gærkvöld tryggðu Spánverjar sér sjálfkrafa sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem haldin verður í Danmörku og í Þýskalandi á næsta ári.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu sem urðu að sætta sig við tap í úrslitaleiknum gegn Spánverjum í Zagreb þurfa hins vegar að fara í umspil og mæta þar liði Hollendinga.

Hjá Hollendingum er Íslendingur við stjórnvölinn en það er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson.

mbl.is