Danir hafa unnið alla leikina með miklum mun

Mikkel Hansen er að vanda aðalmaður í danska liðinu og …
Mikkel Hansen er að vanda aðalmaður í danska liðinu og hefur skorað 20 mörk í fyrstu þremur leikjunum á mótinu. AFP

Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik fá ekki langan tíma að jafna sig eftir þeysireiðina gegn Ungverjalandi í Búdapest á þriðjudagskvöldið. Næsti andstæðingur, og sá fyrsti í milliriðli á EM, verða heimsmeistararnir frá Danmörku í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Ekki eru því neinar ýkjur að milliriðillinn byrji með látum.

Sjaldnast þarf Season All til að krydda sérstaklega leiki Íslendinga og Dana á stórmótum en nú hittist þannig á að bæði lið hafa unnið fyrstu þrjá leikina í keppninni. Sú staðreynd er því auka krydd fyrir þessa viðureign og takist öðru liðinu að vinna þá er það í flottri stöðu í milliriðlinum. Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að liðin geri jafntefli í kvöld því Danir og Íslendingar hafa furðu oft gert jafntefli í gegnum tíðina eða 15 sinnum.

Þar af voru sex jafntefli í ellefu leikjum á árunum 2005 til 2009, auk þess sem Danir unnu framlengdan leik liðanna á HM 2007 með þeirri ótrúlegu markatölu 42:41.

Danir hafa notið geysilegrar velgengni á þessari öld. Þeir hafa fjórtán sinnum farið á verðlaunapall á stórmótunum, þrettán sinnum á þessari öld. Danir urðu Evrópumeistarar 2008 og 2012, ólympíumeistarar árið 2016 undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar og heimsmeistarar 2019 og 2021. Það er merkilegt afrek að vinna HM tvívegis í röð. Eftir að stjörnuleikmenn Dana, Mikkel Hansen og Niklas Landin, fóru að láta til sín taka í landsliðinu hafa Danir haft burði til að vera í fremstu röð mót eftir mót. Þessir hæfileikamenn gerðu það að verkum að Danir fóru úr þeirri stöðu að vera á meðal átta bestu liða í heimi yfir í að vera á meðal fjögurra bestu.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert