Ekki leikið um 5. sætið á EM að ástæðulausu

Ísland lauk milliriðlakeppninni með tíu marka sigri á Svartfjallalandi og …
Ísland lauk milliriðlakeppninni með tíu marka sigri á Svartfjallalandi og glímir nú við Noreg í lokaleik sínum á mótinu í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hlutskipti Íslands á EM karla í handknattleik í þetta sinn er að leika um fimmta sætið á mótinu en í dag fæst úr því skorið hvort Ísland eða Noregur hafni í fimmta sæti þegar liðin mætast í MVM Dome í Búdapest klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Ekki er að ástæðulausu að leikið er um fimmta sætið því í þetta skiptið gefur það keppnisrétt á HM sem fram fer eftir ár í Svíþjóð og Póllandi. Þrjú sæti á EM gefa þar keppnisrétt og eru lið þannig verðlaunuð fyrir góðan árangur á EM með því að sleppa við umspil fyrir HM. Danmörk og Svíþjóð eru á meðal liðanna í undanúrslitum á EM. Þau eru með keppnisrétt á HM nú þegar. Svíar sem gestgjafar og Danir sem heimsmeistarar. Núverandi Evrópumeistarar frá Spáni og ólympíumeistararnir frá Frakklandi öðlast því keppnisrétt á HM ásamt Íslandi eða Noregi.

Íslenska landsliðið er því í alvörufélagsskap hvað þetta varðar en nokkuð er um liðið síðan Ísland náði svo langt á stórmóti. Fara þarf átta ár aftur í tímann til að finna sambærilegan árangur en á EM í Danmörku árið 2014 hafnaði Ísland í 5. sæti undir stjórn Arons Kristjánssonar.

Vonbrigði gegn Svíum

Enda er andstæðingurinn í dag sterkur. Noregur hefur náð að setja saman lið sem hefur verið í hópi þeirra allra bestu á síðustu árum. Sander Sagosen er í hópi bestu leikmanna heims en margir fleiri öflugir leikmenn komu fram á sjónarsviðið um svipað leyti. Norðmenn koma eflaust mjög sárir undan milliriðlinum. Þeir virtust vera á góðri leið með að leggja nágranna sína og erkifjendur Svía að velli í síðasta leiknum í milliriðlinum. Svíum tókst hins vegar, kannski af gömlum vana, að kreista fram sigur eftir mikla spennu. Fyrir vikið fóru Svíar í undanúrslitin en ekki Norðmenn.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert