Lið sem mun vinna til verðlauna á stórmóti

„Við verðum líka að átta okkur á því að þrátt fyrir þennan árangur í ár þá er ekki þar með sagt að við getum endurtekið leikinn á næsta móti,“ sagði Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, í EM-uppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íslenska karlalandsliðið hafnaði í sjötta sæti á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu en alls greindust ellefu leikmenn liðsins með kórónuveiruna á meðan mótinu stóð.

Miklar vonir eru bundnar við íslenska karlalandsliðið á komandi stórmótum og hafa margir spáð því að liðið vinni til verðlauna í náinni framtíð.

„Króatar munu koma til baka, Ungverjar koma til baka, Þjóðverjar koma til baka, Ungverjar verða á sínum stað sem eitt af átta bestu liðum heims og svo má ekki gleyma því að Egyptalandi er líklega eitt af fjórum bestu landsliðunum í dag,“ sagði Guðjón.

„Ég er sannfærður um það að á næstu árum munum við ná í undanúrslit og spila um verðlaunasæti. Það er það sem við viljum sjá á fimm til tíu ára fresti því við erum bara það góðir í handbolta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

EM-uppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert