Essien kærður af UEFA

Dietmar Hamann liggur á vellinum eftir að Michael Essien braut …
Dietmar Hamann liggur á vellinum eftir að Michael Essien braut illa á honum. Reuter

Michael Essien, miðvallarleikmaður Chelsea, hefur fengið ákæru frá UEFA og það er möguleiki á því að hann verði dæmdur í leikbann þegar aganefnd UEFA kemur saman eftir sjö daga. Essien, sem er 23 ára gamall, braut illa á Dietmar Hamann í leik Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Essien slapp með skrekkinn í leiknum því dómari leiksins sá ekki atvikið. Aganefndin mun skoða myndbandsupptökur af atvikinu og það eru töluverðar líkur á því að Essien verði dæmdur í leikbann. Sjá einnig enski.is
mbl.is