Bent slasaðist við samlokugerð

Darren Bent, sóknarmaður Charlton Athletic, slasaðist illa á hendi í vikunni þegar hann var að búa sér til samloku. Hann fékk djúpan skurð sem gæti komið í veg fyrir að hann hæfi tímabilið með liði sínu, og tæki þátt í landsleik Englands og Grikklands þann 16. ágúst.

Bent missti af sæti í landsliðshópi Englands fyrir lokakeppni HM í Þýskalandi. Þar sem Michael Owen er úr leik er Bent talinn eiga góða möguleika á að koma inn í liðið á ný en hann var í hópi markahæstu leikmanna úrvalsdeildarinnar síðasta vetur og fékk tækifæri með landsliðinu.

Sárið er þess eðlis að Bent þarf að vera með miklar umbúðir og læknalið Charlton hefur áhyggjur af því að það gæti rifnað illa upp ef hann lenti í árekstri við mótherja.

Sjá einnig Enski boltinn

mbl.is