Benítez: Ekki öruggt að Torres byrji gegn Wigan

Fernando Torres fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Reading ...
Fernando Torres fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Reading í kvöld. Reuters
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool sagði eftir sigur sinna manna á Reading í deildabikarnum kvöld að þrátt fyrir að Fernando Torres hefði skorað þrennu þá væri hann ekki öruggur með að byrja inná gegn Wigan á sunnudaginn.

,,Það gæti verið," sagði Benítez, þegar fréttamenn spurðu hann hvort Torres yrði í byrjunarliðinu gegn Wigan.

,, Ég hef úr góðum framherjum að spila og ég á eftir að ákveða hverjir spila. Þetta var frábær leikur hjá Torres. Hann hreinlega drap í varnarmönnum Reading. Þetta var erfiður leikur enda mættum við góðu liði sem lék af mikilli ástríðu," sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina