Terry undir smásjá aganefndar UEFA

John Terry fyrirliði Chelsea.
John Terry fyrirliði Chelsea. Reuters

John Terry fyrirliði Chelsea gæti þurft að upplifa aðra martröð en aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins er að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir að Didier Drogba fékk að líta rauða spjaldið í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. 

Ásakanir eru um að Terry hafi hrækt á Carlos Tevez í kjölfar brottreksturs Drogba. Sjálfur neitar Terry þessu en talsmaður aganefndar UEFA segir að verið sé að fara yfir skýrslu dómarans og beðið sé eftir upplýsingum frá eftirlitsmanni.

Terry hefur átt erfitt uppdráttar eftir úrslitaleikinn en fyrirliðanum brást bogalistin úr fimmtu vítaspyrnu Chelsea en með marki hefði hann tryggt liði sínu Evrópubikarinn í fyrsta sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert