Staðfesta að Scolari sé inni í myndinni hjá Chelsea

Luiz Felipe Scolari landsliðsþjálfari Portúgals.
Luiz Felipe Scolari landsliðsþjálfari Portúgals. Reuters

Portúgalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Luiz Felipe Scolari landsliðsþjálfari Portúgala sé inni í myndinni hjá Chelsea um að verða næsti knattspyrnustjóri Chelsea.

Samningur Scolari við knattspyrnusamband Portúgals rennur út eftir úrslitakeppni Evrópumótsins  og segir Amandio De Carvalho, varaforseti portúgalska knattspyrnusambandsins, í viðtali við breska blaðið Independet að Scolari sé á óskalista Roman Abramovich eiganda Chelsea.

Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Roberto Mancini þjálfari Inter, Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og Guus Hiddink landsliðsþjálfari Rússa.

mbl.is

Bloggað um fréttina