Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona

Líklegt er talið að Eiður Smári yfirgefi herbúðir Barcelona í ...
Líklegt er talið að Eiður Smári yfirgefi herbúðir Barcelona í sumar. mbl.is/Eggert

Barcelona og Tottenham gerðu 1:1 jafntefli í kvöld í Wembley-bikarnum í knattspyrnu en þetta var annar leikur þessa æfingamóts sem fram fer í London. Fyrr í dag vann Celtic 5:0 sigur á Al Ahly.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en í liðið vantaði flestar skærustu stjörnur liðsins. Bojan Krkic kom Barcelona yfir en Jake Livermore jafnaði fyrir Tottenham.

Byrjunarlið Barcelona: Jorquera - Montoya, Cáceres, Fontás, Abidal, Toure, V.Sánches, Guðjohnsen, Pedro, Bojan, Gai.

mbl.is

Bloggað um fréttina