Dómararnir vilja Ferguson í bann

Alex Ferguson er enn í sviðsljósinu vegna ummælanna um Alan …
Alex Ferguson er enn í sviðsljósinu vegna ummælanna um Alan Wiley. Reuters

Alan Leighton, formaður samtaka enskra knattspyrnudómara, krefst þess að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, verði úrskurðaður í leikbann fyrir ummæli sín í garð Alan Wileys dómara.

Ferguson hefur beðist afsökunar á þeim orðum sínum að Wiley væri ekki í formi til að dæma í úrvalsdeildinni. Leighton gefur lítið fyrir þá afsökunarbeiðni.

„Hann flækti málið frekar en að leysa það og þetta var ekki bein afsökunarbeiðni til Alans, heldur breikkaði hann sviðið og kvaðst efast um að aðrir dómarar væru í standi. Okkar dómarar eru undir stöðugu eftirliti, þeir gangast undir próf jafn og þétt, eru kallaðir saman í harðar æfingar með tveggja vikna millibili og líkamsástand þeirra er mælt," sagði Leighton við BBC

Hann vill fá "alvöru" bann en ekki bara "hliðarlínubann" eins og tíðkast í Englandi. „Hann á að fara í "UEFA-bann", þar sem aðgengi að liðinu er takmarkað í ákveðinn tíma fyrir leik, meðan á honum stendur og eftir hann. Það er meiri refsing en sú að mega ekki vera á varamannabekknum," sagði Leighton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert