Beckenbauer: Þreyta í enska liðinu

Franz Beckenbauer ræðir við Bastian Schweinsteiger á æfingu þýska landsliðsins.
Franz Beckenbauer ræðir við Bastian Schweinsteiger á æfingu þýska landsliðsins. Reuters

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer hefur fulla trú á að Þjóðverjar slái Englendinga út á HM en þessi erkifjendur á knattspyrnuvellinum eigast við í 16-liða úrslitum á sunnudaginn.

,,Þetta er sígildur fótboltaleikur en því miður þá kemur hann of snemma í þessari keppni. Hann verðskuldar að vera í undanúrslitunum en ekki 16-liða úrslitunum,“ ritar Beckenbauer í þýska blaðinu Bild í dag.

,,Þú þarft að bera virðingu fyrir enska liðinu en ekki óttast það því það var virkilega lélegt í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM. Enska liðið virkar þreytt og það er ástæða fyrir því; leikmenn í ensku úrvalsdeildinni taka þátt í fleiri keppnum en kollegar þeirra í Bundesligunni,“ ritar Beckenbauer sem var fyrirliði Þjóðverjar þegar þeir urðu heimsmeistarar 1974 og var þjálfari liðsins þegar það hampaði styttunni árið 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina