Pulis: Redknapp sannfærði mig um að semja við Eið - Ekki lánssamningur

Eiður Smári með Stoke búninginn á Britannia í gær.
Eiður Smári með Stoke búninginn á Britannia í gær. www.stokecityfc.com

Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke City segir að Harry Redknapp kollegi sinn hjá Tottenham hafi sannfært sig um að hann ætti að semja við Eið Smára Guðjohnsen en Eiður, sem lék með Tottenham seinni hlutann á síðustu leiktíð, samdi við Stoke til eins árs í gær.

,,Harry sagðir mér að hann væri klassa leikmaður en þar sem Tottenham væri með fjóra góða framherja þá ætlaði hann sér ekki að fá hann,“ sagði Pulis við fréttamenn.

Fram kemur á vef Sky í morgun að samningurinn sem Stoke gerði við Eið Smára í gær sé ekki lánssamningur eins og haldið var í fyrstu. Stoke kaupir Eið frá Mónakó og samningurinn sem undirrtaður var í gær gildir til eins árs.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en vangaveltur eru í gangi að Stoke hafi pungað út 2 milljónum punda, sem jafngildir um 370 milljónum króna.mbl.is

Bloggað um fréttina