Liverpool íhugar að losa sig við Poulsen

Christian Poulsen.
Christian Poulsen. Reuters

Danski landsliðsmaðurinn Christian Poulsen gæti verið á förum frá Liverpool í janúar en Liverpool keypti hann frá Juventus í sumar fyrir um 800 milljónir kóna.

Daninn hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool og herma heimildir að Damien Comolli nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool hafi ekki trú á að Poulsen eigi framtíð hjá félaginu. Hann vill fá yngri og hæfileikaríkari leikmann í stað hans.

Poulsen, sem er 30 ára gamall, hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekkinn í undanförnum leikjum en hann náði sér engan veginn á strik þegar hann fékk tækifæri í byrjun tímabilsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina