Wilkins: Ósanngjarn brottrekstur

Ray Wilkins.
Ray Wilkins. Reuters

Ray Wilkins segir að brottrekstur sinn úr starfi aðstoðarknattspyrnustjóra Chelsea hafi verið mjög ósanngjarn en Wilkins var látinn poka sinn í hjá Lundúnaliðinu í miðjum leik varaliðs félagsins á dögunum.

,,Ég er mjög vonsvikinn að stjórnin hafi tekið þá ákvörðun að framlags míns til Chelsea væri ekki lengur óskað en félagið hefur verið stór partur af lífi mínu,“ segir Wilkins á vef Samtaka knattspyrnustjóra á Englandi en hann íhugar að kanna lagalega stöðu sína gagnvart Chelsea.

,,Frá því ég kom aftur til félagsins þá er ég mjög stoltur hafa tekið þátt í velgengni félagsins. Ég naut þess að eiga frábært samband við allt starfsfólkið, leikmenn og stuðningsmenn og ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni,“ segir Wilkins.


mbl.is

Bloggað um fréttina