Diaby líka úr leik hjá Arsenal

Abou Diaby spilar ekki með Arsenal á morgun.
Abou Diaby spilar ekki með Arsenal á morgun. Reuters

Abou Diaby bættist í dag í hóp þeirra leikmanna enska knattspyrnuliðsins Arsenal sem eru frá keppni í bili vegna meiðsla en hann tognaði í nára.

Diaby spilar ekki gegn WBA í úrvalsdeildinni á morgun og dró sig út úr franska landsliðshópnum fyrir leik gegn Lúxemborg í undankeppni EM um næstu helgi.

Auk Diabys eru Theo Walcott, Cesc Fabregas, Johan Djourou, Thomas Vermaelen, Wojciech Szczesny, Alex Song og Lukasz Fabianski allir frá keppni vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina