Man.Utd og Barcelona í undanúrslit

Javier Hernández sendir boltann í tómt mark Chelsea á 43. ...
Javier Hernández sendir boltann í tómt mark Chelsea á 43. mínútu og kemur Man.Utd í 1:0. Reuters

Manchester United og Barcelona eru komin í undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en Chelsea og Shakhtar Donetsk eru úr leik. Man.Utd lagði Chelsea, 2:1, á Old Trafford og 3:1 samanlagt. Barcelona vann Shakhtar í Úkraínu, 1:0, og 6:1 samanlagt.

Javier Hernández kom Man.Utd yfir á 43. mínútu og á 70. mínútu var Ramires hjá Chelsea rekinn af  velli. Tíu leikmenn Chelsea þurftu þá tvö mörk og jöfnuðu á 77. mínútu með marki frá Didier Drogba. Strax í næstu sókn skoraði Park Ji-sung sigurmark Manchester United í leiknum, 2:1.

Lionel Messi skoraði sigurmark Barcelona í Donetsk, 1:0, á 43. mínútu leiksins.

Úrslit í leikjunum:
Man.Utd - Chelsea
2:1 (3:1)
Shakhtar - Barcelona 0:1 (1:6)

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. Leik lokið. Flautað af í Donetsk og Barcelona vinnur Shakhtar, 1:0, og 6:1 samanlagt.

90. Leik lokið. Flautað af á Old Trafford. Man.Utd sigrar 2:1 og 3:1 samanlagt.

87. Hörkuskot frá Florent Malouda af 20 m færi og Edwin van der Sar ver mjög vel í marki United.

78. MARK - 2:1. Park Ji-sung er fljótur að koma United yfir á ný. Strax eftir miðjuna fer United í sókn, Ryan Giggs sendir boltann innfyrir á Park sem er vinstra megin í vítateignum og afgreiðir boltann í hornið fjær! Vonir Chelsea dvína um leið, á ný þarf liðið tvö mörk og er manni færri. Staðan er 3:1 samanlagt.

77. MARK - 1:1. Didier Drogba fær sendingu innfyrir vörn United frá Michael Essien og jafnar metin með góðu skoti. Staðan 2:1 samanlagt og Chelsea á von á ný. Eitt mark, og liðið er komið áfram.

76. Stórkostleg markvarsla hjá Victor Valdés markverði Barcelona í Donetsk. Hann ver hörkuskot frá Henrik Mkhitaryan með tilþrifum og Katalóníuliðið er áfram 1:0 yfir. Staðan er 6:1 samanlagt svo áframhaldið hjá Barcelona er ekki beint í hættu.

75. Antonio Valencia kemur inná fyrir Nani hjá Man.Utd.

70. RAUTT - Ramires hjá Chelsea fær rauða spjaldið, fyrir sitt annað gula, braut á Nani, og leikmenn Chelsea eru þar með orðnir manni færri. Þeir þurfa tvö mörk og vonin um að komast í undanúrslit virðist að engu orðin hjá Lundúnaliðinu.

68. Nani með hörkuskot að marki Chelsea af rúmlega 20 m færi og Petr Cech ver í horn.

61. Nicolas Anelka tekinn af velli hjá Chelsea og Salomon Kalou settur inná í hans stað. Ancelotti er búinn að skipta alveg um framherjapar.

60. Didier Drogba á hörkuskot úr aukaspyrnu en Edwin van der Sar ver með því að kasta sér og slá boltann frá marki.

59. Patrice Evra hjá Man.Utd fær gula spjaldið fyrir að  brjóta á Didier Drogba rétt utan vítateigshorns.

57. Didier Drogba á fyrstu hættulegu marktilraunina í seinni hálfleik á Old Trafford. Lætur vaða af 20 m færi og boltinn fer rétt framhjá stöng á marki United.

46. Flautað til síðari hálfleiks og Didier Drogba er kominn inná sem varamaður hjá Chelsea, fyrir Fernando Torres. Þetta er 300. leikur Drogba fyrir Chelsea. Leikurinn í Donetsk er líka hafinn að nýju.

45. Flautað til hálfleiks í Donetsk þar sem Barcelona er 1:0 yfir  gegn Shakhtar og 6:1 samanlagt.

45. Flautað til hálfleiks á Old Trafford þar sem Man.Utd er yfir gegn Chelsea, 1:0, og 2:0 samanlagt.

43. MARK - 0:1. Lionel Messi kemur Barcleona yfir gegn Shakhtar í Úkraínu. Staðan þar orðin 6:1 samanlagt.

43. MARK - 1:0. Ryan Giggs sleppur inní vítateiginn hægra megin eftir flottan samleik, rennir boltanum inní miðjan markteiginn þar sem Javier Hernández er mættur og afgreiðar boltann viðstöðulaust í netið. Vænleg staða United, 2:0 samanlagt.

41. John Terry fyrirliði Chelsea fær gula spjaldið fyrir brot á Nani, sem virtist reyndar bara hlaupa á miðvörðinn sterka.

37. Florent Malouda hjá Chelsea fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Javier Hernández.

32. Ramires hjá Chelsea fær gula spjaldið fyrir að fella Nani rétt utan vítateigshornsins. Ramires er kominn í bann í fyrri leik undanúrslitanna, komist Chelsea þangað.

30. Edwin van der Sar bjargar naumlega utan vítateigs Man.Utd eftir að Nicolas Anelka var kominn framhjá honum upp hægri kantinn. Markvörðurinn reyndi nær að renna sér í boltann og koma honum útfyrir hliðarlínu áður en Anelka nær að koma honum fyrir tómt markið!!

26. Javier Hernández skorar fyrir Man.Utd með skalla eftir fyrirgjöf en er réttilega dæmdur rangstæður, þó litlu hafi munað.

23. Líflegur leikur á Old Trafford það sem af er og Nicolas Anelka á hættulegt skot af 18 m færi, rétt yfir markvinkilinn hjá United.

19. John O'Shea hjá Man.Utd fær gula spjaldið fyrir að skella Florent Malouda.

15. Frank Lampard í dauðafæri í vítateig United en skýtur beint á Edwin van der Sar í markinu!

14. Nicolas Anelka með hættulegt skot að marki United frá vítateig, eftir sendingu frá Fernando Torres. Hárfínt framhjá markinu.

9. Victor Valdés markvörður Barcelona kemur í veg fyrir að Shakhtar saxi á forskotið þegar hann ver vel frá Douglas Costa úr dauðafæri.

1. Flautað til leiks á Old Trafford og í Donetsk. Þess má geta að austur í Úkraínu er klukkan 21.45 og því sannkölluð kvöldskemmtun þar á ferð.

Manchester United vann fyrri leikinn gegn Chelsea, 1:0, á Stamford Bridge. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Shakhtar á Camp Nou, 5:1.

Lið United: Van der Sar, O’Shea, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Park, Giggs, Hernández, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Brown, Berbatov, Smalling, Scholes, Valencia, Gibson.

Lið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Cole, Ramires, Lampard, Essien, Malouda, Torres, Anelka.
Varamenn: Turnbull, Benayoun, Drogba, Mikel, Zhirkov, Ferreira, Kalou.

Lið Shakhtar: Pyatov, Kobin, Ischenko, Rakitskiy, Shevchuk, Hubschman, Mkhitaryan, Douglas Costa, Jadson, Willian, Luiz Adriano.
Varamenn: Khudzamov, Fernandinho, Eduardo, Gai, Alex Teixeira, Kryvtsov, Moreno.

Barcelona: Valdés, Dani Alves, Busquets, Piqué, Adriano Correia, Xavi, Mascherano, Keita, Afellay, Messi, Villa.
Varamenn: Pinto, Jeffren, Pedro, Milito, Maxwell, Fontas, Thiago.

Ramires miðjumaður Chelsea fær rauða spjaldið hjá Olegario Benquerenca dómara ...
Ramires miðjumaður Chelsea fær rauða spjaldið hjá Olegario Benquerenca dómara á 70. mínútu leiksins á Old Trafford. Reuters
Lionel Messi og Tomas Hubschman eigast við í leik Shakhtar ...
Lionel Messi og Tomas Hubschman eigast við í leik Shakhtar og Barcelona í kvöld. Reuters
Javier Hernández skallar boltann í mark Chelsea á 26. mínútu ...
Javier Hernández skallar boltann í mark Chelsea á 26. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Reuters
Park Ji-Sung hjá Man.Utd reynir að smeygja sér á milli ...
Park Ji-Sung hjá Man.Utd reynir að smeygja sér á milli miðvarða Chelsea, John Terry og Alex, í leiknum í kvöld. Reuters
Willian hjá Shakhtar og Daniel Alves hjá Barcelona eigast við ...
Willian hjá Shakhtar og Daniel Alves hjá Barcelona eigast við í leiknum í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina